á endalausu ferðalagi...
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Jamms ef ég held nú áfram að tala um veðrið....

Þá eru veðurfræðingarnir hér á landi búnir að vera lofa okkur snjókomu síðan á sunnudaginn. Þetta átti sem sé að gerast í gær. Þeir sögðu slidda í dag og á morgun og svo alvöru snjókomu á laugardaginn. Það sem meira er að þetta átti allt að koma frá Noregi! Í staðinn vaknaði ég klukkan 03:00 við það sem að ég hélt að væri haglél að reyna komast inn um gluggan, þetta reyndist bara vera rigning og laufblöð að lemja gluggana. Ég vaknaði svo aftur klukkan 06:00 við þetta líka rok! Ég bara vissi ekki að það gæti orðið svona hvasst hérna. Ég heyrði svo í fréttunum að vindhraðinn hefði mestur orðið 28m á sek (hvirfilbylur eru 33 m á sek). Jamms núna er víst Bína (rokið) á Bornholm. En allavega ég náði sem sagt að sofna í klukkustund og snúsa í ca 20 mín. Þá var það bara fara fram og horfa á fréttir og veður og kanna hvort að strætó væri að keyra eða ekki. Hvað haldið, þegar ég var búin að kvekja eitt ljós og var að kvekja á sjónvarpinu, þá bara vola, rafmagnslaust til kl.08:00 (og svei mér þá ekki morgunmatur á elliheimilinu). Þá var bara að vekja Gústa til að ná í útiborðið okkar og það dót sem hefði fokið og kveikja á kertum og hlusta á rafhlöðuútvarpið.
Eftir þessi ósköp er nú hægt að segja að það er ekki mikið eftir af laufum á trjánum!

Ég fékk loksins að vita hvort að ég hafi náð blessaða tölvuverkefninu mínu, jamms ég náði en ég þarf að gera nýtt. Það fæ ég á morgun. Þarf víst að skilja Access aðeins betur.

Jæja ég ætla að fara að leita af upplýsingum um Þýskaland og Ísland bara á þýsku.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.